Um okkur

 

Hjónin Páll Ásgeirsson og Hildur Einarsdóttir reka í sameiningu Laugarfell. Hildur er tæknifræðingur að mennt og vinnur mikið bak við tjöldin á meðan Páll sem er menntaður ferðamálafræðingur starfar meira í návígi við viðskiptavininn í Laugarfelli.

Páll hefur starfað sem landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og hefur sú reynsla nýst vel í rekstri Laugarfells. Við leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð.

Páll og Hildur hafa mikinn hug á því að opna augu fólks fyrir því hversu mikil perla Laugarfell og nágrenni þess er. Það gerum við best með því að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu og benda þeim á áhugaverða staði í nágrenni Laugarfells.

Við hjónin höfum áhuga á því að gera eitthvað öðruvísi. Laugarfellsskáli er alvega einstakur því hann er eini fjallaskálinn á Íslandi sem hefur bæði heitt vatn og rafmagn. Heit uppspretta er á staðnum og því er alvega sérstakt að geta boðið upp á náttúrlaugar í bakgarðinum. Náttúran allt í kring er einstök og stórbrotin. Því höfum við hjónin mikinn áhuga á að geta boðið gestum okkar upp á slíka náttúru og um leið nútíma þægindi. Upp á hálendi gerast ævintýrin 🙂

Til þess að hafa samband er hægt að senda póst á info@laugarfell.is eða hringja í síma 773-3323.