Skálinn

Laugarfellsskáli rúmar 28 manns í gistingu í uppbúnum rúmum og kojum. Tvö sex manna herbergi og átta tveggja manna herbergi.

Veitingar
Á Laugarfelli er boðið upp á morgunmat og kvöldmat, æskilegt er að panta fyrir klukkan 16 í kvöldmat. Einnig eru í boði léttar veitingar eins og samlokur, súpur og kökusneiðar. Alltaf er heitt kaffi á könnunni. Hægt er að panta nestispakka til lengri eða styttri ferða.

Heitar Laugar
Tvær heitar náttúrulaugar eru í Laugarfelli en nafn staðarins er dregið af þeim. Laugarnar eru fallega hlaðnar sem gefur þeim mikinn sjarma. Í fjarska blasir fjallið Snæfell við og útsýni úr laugunum er mjög fallegt.

Í gömlum heimildum er talað um að lækningarmáttur sé í heita vatninu í Laugarfelli.

Það er fátt yndislegra en að slaka á í laugunum eftir göngu- eða skoðunarferðir dagsins og njóta kyrrðar og friðsældar sem einkennir hálendið.