Náttúrulaugar

Í Laugarfelli eru tvær náttúrulaugar með mismunandi hitastigi og samkvæmt gömlum sögnum þá eru þær gæddar lækningarmátti. Eftir góða gönguferð er ekkert betra en að slaka á í heitri náttúrulaug.

Náttúrulaugarnar eru opnar til 23:00 fyrir næturgesti.
Náttúrulaugarnar eru opnar til 21:00 fyrir þá sem ekki gista.
Fyrir þá sem ekki gista kostar 1.500 krónur á mann í laugarnar og 500 krónur fyrir 13 ára og yngri.

Ekki er leyfilegt að fara með glerílát í laugarnar.
Laugarnar geta verið hálar.
Allir laugagestir þurfa að fara í sturtu áður en farið er í laugarnar.

Alla mánudagsmorgna er stærri laugin tæmd og þrifin. Þá er aðeins minni laugin í boði til klukkan 14:00