Velkomin í Laugarfell

Gisting & Heitar náttúru laugar

Bóka núna

Laugarfell

Er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja.

Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn.

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells.

Laugarfellsskáli er opinn frá 17 maí til 30 september. Opnum eftir samkomulagi á veturnar.

Upp á hálendi gerast ævintýrin!

Náttúran allt í kring er einstök og stórbrotin.

Skálinn

Laugarfellsskáli rúmar 28 manns í gistingu í uppbúnum rúmum og kojum. Tvö sex manna herbergi og átta tveggja manna herbergi. Veitingar Á Laugarfelli er boðið […]

Learn More

Gönguleiðir

Það eru fallegar merktar gönguleiðir í nágrenni Laugarfells. Fossahringurinn er átta kílómetra löng gönguleið sem byrjar og endar í Laugarfelli. Á leiðinni eru fimm fossar […]

Learn More

Náttúrulaugar

Í Laugarfelli eru tvær náttúrulaugar með mismunandi hitastigi og samkvæmt gömlum sögnum þá eru þær gæddar lækningarmátti. Eftir góða gönguferð er ekkert betra en að […]

Learn More