Vetur

Vetrarferðamennska

Veturnir í Laugarfelli eru sannkölluð ævintýri. Það er nánast hægt að ábyrgjast að svæðið umhverfis skálann sé þakið snjó. Laugarfellsskáli er alltaf heitur og notalegur enda kynntur allan ársins hring.

Það er ævintýrablær sem fylgir því að baða sig í náttúrulaugunum að vetri til. Umhverfis laugarnar er allt þakið snjó og kulda en ofan í laugunum er heitt og notalegt. Þarna kallast á andstæður hita og kulda. Eftir að dimma tekur er oft hægt að sjá norðurljósin dansa á himninum í Laugarfelli og er það einstök upplifun að horfa á norðurljósin liggjandi í þægilegum heitum potti út í óbyggðum, fjarri allri ljósmengun.

Ferð í Laugarfell er tilvalin fyrir vinahópa, vinnustaðaferðir, jeppaferðir, snjósleðaferðir, afmælisveislur og hvers konar viðburði.